Uppboð: Geisladiskar – Flytjendur R-Z

Hérna er þriðji hlutinn í geisladiskauppboðinu. Núna flytjendur, sem byrja á R-Z. Hérna er hægt að já diskana með flytjendum [A-G](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/15/10.37.25/) og hérna [með H-Q](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/15/22.38.10/).

Athugið að diskarnir eru í **mjööööög** misjöfnu standi. Þeir hafa margir hverjir verið notaðir gríðarlega mikið – hulstrin eru mikið rispuð og diskarnir geta verið verulega rispaðir margir hverjir. Ég get ekki verið að fara yfir þá alla, þar sem það yrði alltof mikil vinna. Ef þú kaupir disk og ert ósátt/ur við gæðin hefurðu kost á að skila honum eða þá bara látið boðið standa, þar sem þetta fer allt til góðgerðarmála.

Hér getur þú lesið um [uppboðið, skoðað hin uppboðin](https://www.eoe.is/uppbod) og hér getur þú lesið [af hverju ég stend í því](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/10/9.38.15/).

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.

Mér finnst fínt lágmark um 400 kall fyrir geisladiskinn. Þetta fer nú einu sinni allt til góðgerðarmála. Ég er til í að skoða lægra lágmark ef að keyptir eru 5 eða fleiri diskar.

Uppboðinu mun ljúka á **miðnætti á sunnudag**.
Continue reading Uppboð: Geisladiskar – Flytjendur R-Z