Fjölmiðlapistill

Plís! Ó, Góður Guð! Geturðu fengið íslenska þáttastjórnendur til að hætta að bjóða Eggerti Skúlasyni í viðtalsþætti?

Og plís, plís, plíííííís látið þau hætta að taka viðtöl við lítil börn. Þau hafa ekkert merkilegt að segja í fréttum.

* * *

Ef þú ert milljarðamæringur og vilt kaupa [þennan vef-fjölmiðil, eoe.is](https://www.eoe.is), til þess eins að leggja hann niður, þá er ég *tilbúinn* í viðræður. Segjum að þú sért bæði milljarðamæringur og Manchester United aðdáandi, þá væri ekki úr vegi að kaupa til dæmis [Liverpool bloggið](https://www.eoe.is/liverpool) til þess eins að leggja það niður.

Ég er opinn fyrir viðræðum. Eigum við að segja 5 milljónir á hvora síðu. Helst reiðufé, en myndi sætta mig við hlutabréf í vel stæðum fyrirtækjum. Takk.