Sverige

Ég held því fram eftir þennan dag að ég viti meira um barnamat en þú!

* * *

Hitti systur mína og fjölskyldu í gær í Köben. Mikið var það næs. Eyddi deginum í spjall, lét litla frænda minn rústa mér í Playstation og slíkt. Mjög gaman. Tók svo lest yfir til Malmö og hélt að ég myndi sjá Stórabeltisbrúna, sem við fórum víst yfir. Einhvern veginn tókst mér að missa af henni. Veit ekki alveg hvernig það gerðist.

* * *

Þrátt fyrir að ég hafi lært dönsku í 8 ár, þá skil ég ekki orð í talaðri dönsku. Ég skil hins vegar fullt í sænsku. Það þykir mér magnað.

* * *

Á þessari síðu geturðu séð hin ýmsu [svipbrigði Paris Hilton](http://parisfacial.ytmnd.com/). Nokkuð magnað, eh?