Uppboðið – Lokahlutinn

stelpur-midam.jpgÝmislegt hefur gert það að verkum að það hefur dregist hjá mér að klára öll mál í tengslum við [uppboðið](https://www.eoe.is/uppbod), sem ég stóð fyrir í desember. Allavegana, núna ætla ég að klára þau mál. Fyrir það fyrsta, þá var mun meiri vinna að koma hlutunum út en ég hafði gert mér grein fyrir. Enn hafa til að mynda nokkrir hlutir ekki verið sóttir, þrátt fyrir að ég hafi sent fjölda tölvupósta á viðkomandi. Einnig hef ég haft mjög mikið að gera undanfarnar vikur og því hefur þetta tafist. En núna ætla ég að klára málin. 🙂

Fyrir það fyrsta ætla ég að opna á frjáls framlög frá fólki. Í öðru lagi er ég búinn að ákveða hvert peningarnir eiga að fara. Og í þriðja lagi, þá ætla ég að bjóða upp nokkra hluti í viðbót.

* * *

Til að byrja með, þá hefur safnast á uppboðinu alls 310.400 krónur. Einhverjir hlutir voru aldrei sóttir, en þetta er peningurinn sem hefur skilað sér inn. Auk þessa, þá hef ég safnað 100.000, sem er bæði mitt eigið framlag, sem og framlög frá fjölskyldu og vinum.

Upphæðin er því alls komin uppí **410.400 krónur** fyrir lokahlutann.

* * *

Ég hef ákveðið eftir talsverða skoðun að peninguinn fari allur til [OXFAM](http://www.oxfamamerica.org). Ég hef skoðað ansi mörg samtök og Oxfam eru samtök, sem nánast allir tala vel um. Samtökin vinna [útum allan heim](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work) en framlagið okkar mun þó fara til starfa í [Mið-Ameríku](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work/camexca). Þar vinna samtökin að ýmsum málefnum, sem hægt er að lesa um [hér](http://www.oxfamamerica.org/whatwedo/where_we_work/camexca).

* * *

Ef þú vilt leggja inn framlag í þessa söfnun mína, þá getur þú lagt pening inná reikninginn minn: Reikningurinn er 546-26-1708. Kennitalan mín er 170877-3659. Allur peningurinn mun renna til Oxfam í Mið-Ameríku.

* * *

Varðandi það, sem ég á eftir að bjóða upp
Continue reading Uppboðið – Lokahlutinn