Teiknimyndasögur

Það er magnað að hugsa til þess að þrátt fyrir milljón fréttir og fréttamyndir af mótmælum múslima um allan heim, þá hefur engin fréttastofa (að því minnsta ekki svo ég hef séð) tekið fyrir af hverju múslimar eru brjálaðir akkúrat núna.

Á Dailykos, sem er bandarískur vinstri-vefur (vinstri, þá á bandaríska vísu – semsagt demókratar), er ágætis [samantekt á því hvernig þessi vitleysa öll byrjaði](http://www.dailykos.com/storyonly/2006/2/5/13149/60748). Þrátt fyrir að [mér hafi fundist asnalegt](https://www.eoe.is/gamalt/2006/01/31/10.13.56/) að leggja til að myndum af Múhameð sé dreift bara til að sýna að við getum gert það, líkt og Egill Helga gerði, þá þýðir það ekki að mér eitthvað vit vera í viðbrögðum múslima. Allavegana að greininni. Upptökin á þessu eru í hinu skemmtilega landi Sádí Arabíu:
Continue reading Teiknimyndasögur