Jafnrétti?

Ekki það að ég hafi minnsta vit á málinu (eða það komi mér hið minnsta við), en af hverju í ÓSKÖPUNUM gera menn strax ráð fyrir því að kyn þáttakenda hljóti að [skipta einhverju máli í nýsköpunarverðlaunum forsetans](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060224/FRETTIR01/60224018/1091).

Halda menn því virkilega fram að það séu líkur á því að dómnefndin hafi hafnað konum vegna kyns þeirra? Þetta er hreinlega ofar mínum skilningi, en kannski horfi ég bara of barnalega á hlutina. Ég á bara bágt með að trúa því að menn láti kyn þáttakenda hafa áhrif á sig, sérstaklega þegar um verðlaun forsetans er að ræða.

Er ekki nær lagi að [gagnrýnendurnir](http://www.runolfur.is/?p=165) séu að reyna að slá sér upp til riddara, sem einhvers konar jafnréttishetjum?