Fótboltaferð

Ég er að fara út í fyrramálið í massíva fótboltaferð. Vona að hún verði jafn vel heppnuð og [síðasta fótboltaferð](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/06/04/21.34.16/).

Planið er semsagt að fara út á morgun til Barcelona. Þar verð ég á þriðjudag á fundum hjá fyrirtæki, sem ég sé um að markaðssetja hér á landi, og svo um kvöldið fer ég í boði þess fyrirtækis á **Barcelona-Chelsea** á Nou Camp!

Þetta er náttúrulega leikur ársins hingað til og ég er orðinn alveg fáránlega spenntur. Ég hef séð Barcelona spila 3svar áður á Nou Camp, en aldrei í jafnstórum leik og núna.

Á miðvikudaginn á ég svo flugmiða frá Barcelona til Liverpool. Þar mun ég á miðvikudagskvöld vera mættur í Kop stúkuna til að horfa á **Liverpool-Benfica**. Þar þarf Liverpool að vinna upp eins marks tap frá fyrri l eiknum og er ég bjartsýnn á að það gerist. Ég er einnig nokkuð viss um að Robbie Fowler mun skora sitt fyrsta mark í þeim leik. Gott ef það verður ekki bara beint fyrir framan nefið á mér. 🙂

Allavegana, býst ekki við að uppfæra fyrr en ég kem heim.