Út

Ég er að fara út í fyrramálið. Fer til Utrecht í Hollandi, þar sem ég mun sitja ráðstefnu um sælgæti. Hún mun vera fram á fimmtudag. Föstudeginum ætla ég að eyða á [Rijksmuseum](http://www.rijksmuseum.nl/index.jsp) í Amsterdam. Hef ekki enn farið á það ágæta safn, þrátt fyrir að ég hafi komið alloft til Amsterdam.

Svo fer ég um næstu helgi yfir til Brussel. Ég hef komið til Belgíu áður, en ég man ekki neitt frá þeirri heimsókn, þannig að það ætti að vera eitthvað nýtt. Veit ekki hversu vel mér gangi að komast í tölvu og hversu miklu ég hef frá að segja á næstu dögum.