Vaknaður?

Þetta finnst mér grúví: Laugardagsviðtal Blaðsins var við Andra Snæ Magnason, [höfund Draumalandsins](https://www.eoe.is/gamalt/2006/03/31/18.23.21/). Í viðtalinu, sem fjallar um bókina, kemur þessi spurning:

Draumalandid-eoe_bladid.jpg
Já, ég er vaknaður. Og ef ég hefði haft meiri tíma, þá væri ég sennilega búinn að skrifa meira um bókina. En ég er bara búinn að vera svo skemmtilega upptekinn af öðru. Það lagast væntanlega í páskafríinu.


Hitti í gær bloggara, sem ég hef kommentað hjá og sem hefur kommentað hjá mér. Heilsaði honum ekki. Var ekki viss um hvort það væri við hæfi. Þannig að ég horfði bara asnalega á hann. Ég þarf sennilega að vera drukkinn til að heilsa fólki, sem ég þekki bara af internetinu.