Ferðalagahjálp

Það hefur reynst mér ágætlega að spyrja lesendur þessarar síðu ráða fyrir ferðalög. Oft veit fólk um skemmtilega staði eða hluti, sem að ferðabækur eyða ekki miklu púðri í að fjalla um.

Því spyr ég nú: Ég og kærastan mín – 5 dagar í París – hvað eigum við að gera? Ég hef aldrei komið til Parísar fyrir utan flugvöllinn og sýningarsvæði langt frá miðbænum.