Skýrslur

Er það ekki æðislegt að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka mark á skýrslum um íslenska hagkerfið, núna þegar þær eru orðnar [jákvæðar](http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1199491)?

* * *

**New rules**

Snillingur Bill Maher er með innslag í hverju þætti, sem hann kallar “new rules”. Þar leggur hann til nýjar reglur fyrir þjóðfélagsumræðuna. Ég ætla að apa þetta eftir.

Ég vil leggja til þessa meginreglu í íslenska þjóðfélagsumræðu: *Fólk, sem á jeppa, má ekki kvarta yfir bensínverði. Eingöngu þeir, sem keyra um á sparneytnum bílum mega tjá sig.*

Hvernig getur þjóð, þar sem meirihluti fólks keyrir um á jeppa, kvartað yfir bensínverði? Hlustum við á það þegar að alkohólistar kvarta yfir háu verði á brennivíni?

Önnur regla: Allir jeppaeigendur ættu að [lesa þessa grein](http://www.gladwell.com/2004/2004_01_12_a_suv.html). Hún er frábær. Prentið hana út og lesið hana.