Eyþór og X-D

Ok, atburðarrás gærdagsins:

1. Eyþór Arnalds keyrir fullur á staur. Hann skiptir við kærustuna sína um sæti í bílnum til að koma sér undan. Flýr svo af vettvangi. Semsagt, þarna sé ég a.m.k. fjögur brot:
– Hann keyrir fullur – Eyþór leggur líf sitt og annarra í hættu
– Keyrir á staur – hann er nógu fullur til að keyra á staur í góðum aðstæðum
– Flýr af vettvangi
– Reynir að villla fyrir lögreglu (skiptin við kærustuna)
2. Hann næst af löggunni og viðurkennir brotin.
3. Hann gefur svo út [yfirlýsingu](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1201479). Í henni kemur efnislega þetta fram:
– Þetta er í fyrsta skipti, sem hann næst þegar hann keyrir fullur. (hann tekur ekki fram hvort þetta hafi verið í fyrsta skipti, sem hann keyrir fullur – bara að þetta sé í fyrsta skipti sem hann næst)
– Honum þykir þetta leitt og ætlar í meðferð.
– Hann ætlar ekki að draga sig útúr pólitík, heldur *einungis að draga sig í hlé á meðan á málinu stendur*. Eftir það ætlar hann væntanlega að taka sæti sitt í bæjarstjórn.
4. Geir Haarde [gefur út yfirlýsingu](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1201485) þar sem hann segir eftirfarandi: „Ég held að sá manndómur sem hann sýnir í þessu máli og tekur á sig, sem hlýtur að vera honum persónulega mjög þungbært, eigi að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn víkur sér ekki undan ábyrgð.

Nú spyr ég: Hvað meinar Geir með þessu? Hvaða ábyrgð er Eyþór að taka? Hann tekur sér frí í nokkra mánuði! Hann segir aldrei að hann muni segja af sér embættinu þegar hann verður kosinn í það.

Enn og aftur þykjast menn geta komist upp með allt í íslenskri póltík.