Blessuð börnin

Ég er í þeim merka kjósendahóp “*stjórnendur undir 30, sem búa einir í Vesturbænum*”, sem nákvæmlega enginn stjórnmálaflokkur reynir að höfða til í þessum blessuðu kosningum. Þess vegna hef ég takmarkaðan áhuga á kosningunum, nema þá helst skipulagsmálum.

Þrátt fyrir að ég eigi ekki börn, þá trúi ég sem hagfræðingur á kosti þess að fólkið í kringum mig eigi börn. Við þurfum fleira fólk á Íslandi og það er hagkvæmt fyrir hagkerfið. Því tel ég að ríkið eigi að gera það, sem menn geta til að gera það heillandi fyrir ungt fólk að eignast börn.

Eeeeeen, erum við ekki komin útí vitleysu í þessari kosningabaráttu? Ef ég skil rétt þá, ef öll loforð verða uppfyllt, þarf ég á næsta kjörtímabili að borga eftirfarandi undir börn í Reykjavík: Leikskóla nánast frá fæðingu – allan kostnað, skólabúninga og allan matinn þeirra í skólanum.

Og það nýjasta nýtt, sem ég sá í Fréttablaðinu í dag: EXBÉ ætlar að láta mig borga 40.000 *frístundakort* fyrir öll börn í borginni! Þannig að ég á að fara að borga fyrir fiðlutíma hjá krökkum útí bæ. Erum við ekki aaaðeins að tapa okkur í sósíalismanum? Af hverju segir enginn neitt? Finnst öllum þetta eðlilegt? Hvað með krakka, sem hafa skrýtin áhugamál. Mér fannst til dæmis gaman að búa til módel þegar ég var lítill. Mjög gefandi og þroskandi áhugamál. Á að borga undir slík áhugamál?

Nú segi ég stopp.

Svona gerist í kosningabaráttu þar sem enginn hægri flokkur er fyrir hendi, aðeins ömurleg gerviútgáfa af gamla íhaldsflokknum, sem er að breytast í sósíalistaflokk vegna þess að hann hefur ekki lengur trú á sinni eigin stefnu. Jaðarflokkar einsog VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru oft nauðsynlegir til að stoppa mestu vitleysuna í umræðunni.


Ég vann á Serrano í kvöld, þar sem Evróvisjónsjúkir starfsmenn höfðu biðlað til mín um frí. Frá 19.15 var Kringlan nánast tóm. Eina fólkið, sem verslaði hjá okkur var starfsfólk Kringlunnar, sem skiptist á sögum við mig um hvað rosalega væri tómt í húsinu. Jú, og nokkrir útlendingar komu líka og spurðu um þessa geðveiki.


Neil Young platan verður betri og betri. Allir saman nú:

>Let’s impeach the president for lyin’
Misleading our country into war
Abusing all the power that we gave him
And shipping all our money out the door

Hvar er allt unga fólkið í tónlistinni? Af hverju þarf sextugan Kanadamann til að syngja um ástandið í heiminum einsog það er? Ó, Neil – hann er snillingur.

>Let’s impeach the president for hijacking
Our religion and using it to get elected
Dividing our country into colors
And still leaving black people neglected

Jammmmmm…