xF

Ef ég reyni ofboðslega mikið, þá get ég verið sæmilega víðsýnn á íslenska pólitík. Ég get skilið af hverju fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn (*hringi bara í kallinn og redda lóð!*) eða Vinstri Græna (*umhverfismálin*). Ég kýs auðvitað sjálfur Samfylkinginuna og skil því okkur krata afskaplega vel. Ef ég rembist ógeðslega mikið, þá get ég reynt að finna einhverjar skýringar á því af hverju fólk kýs exBé (*ah, man ekki núna*).

En ég get ekki fyir mitt litla líf skilið af hverju fólk kýs Frjálslynda flokkinn. Ef marka má síðustu Gallup könnun, þá eru Frjálslyndir með meira en 10% fylgi í borginni!!! Það þýðir að þeir verða í oddaðstöðu. Hvaða fólk er þetta eiginlega? Ég þekki framsóknarmenn, vinstri græna og sjálfstæðismenn, en ég held að ég hafi aldrei hitt neinn, sem styður Frjálslynda utan þeirra, sem eru í framboði fyrir flokkinn.

Hverjir eru þetta, og af hverju ætla þeir að kjósa Frjálslynda?