Eurovision kostnaður

Egill Helga [bendir á þetta í pistlinum sínum]() og ég tók þetta saman og setti í graf (einsog sönnum hagfræðingi sæmir) og bæti við löndum, sem var auðvelt að gúgla.

Hérna er kostnaður við það að senda inn atkvæði í Evróvisjón kosningunum á laugardaginn. Smellið á myndina til að sjá stækkaða útgáfu

(*geri ráð fyrir að það kosti ekki meira en 1 dk að senda SMS í Danmörku – en það kostaði 1 DK + venjulegan kostnað að kjósa þar skv. Agli*)


Þetta er alveg ótrúlega sniðugt til að skoða mun á því hvernig fólk verðleggur hluti á Íslandi vs. annars staðar. Hérna eru engir tollar eða vörugjöld, sem hægt er að kenna um. Ekkert landbúnaðarkerfi, eða langar flutningsleiðir. Samanburðurinn er magnaður.