16 liða úrslitin

Þetta eru leikirnir, sem eru búnir í 16 liða úrslitum HM.

Þýskaland – Svíþjóð: Einar Örn hélt með Svíþjóð
Mexíkó – Argentína: Einar Örn hélt með Mexíkó
England – Ekvador: Einar Örn hélt með Englandi
Portúgal – Holland: Einar Örn hélt með Hollandi
Ástralía – Ítalía: Einar Örn hélt með Ástralíu
Sviss – Úkraína: Einar Örn hélt með Sviss
Brasilía – Ghana: Einar Örn hélt með Ghana
Spánn – Frakkland. Einar Örn hélt með Spáni

Ég er búinn að fylgjast með 8 leikjum í 16 liða úrstlum. Í þessum leikjum hafa mín lið unnið **EINU SINNI**! 1 leikur af 8. 12,5% vinningshlutfall! Það er hreint magnað.

Reyndar hélt ég líka með Argentínu, en ég hafði samt meiri taugar til Mexíkó og óskaði þess að þeir myndu vinna. Núna eru bara tvö lið eftir, sem ég fylgist með. Ég styð aðvitað Argentínu og svo á ég eflaust eftir að halda með Englandi ef að Peter Crouch verður inná.