Endurhönnun pólitík.is

Vefrit Ungra Jafnaðarmanna, [Pólitík.is](http://www.politik.is) fór í gegnum andlitslyftingu nokkru fyrir kosningu. Svosem ágæt breyting að sumu leyti, en ekki nógu góð að öðru leyti.

Það sem verst var við þessa breytingu er að greinatexti á síðunni varð algjörlega óhæfur til aflestrar á tölvuskjá. Finnst einhverjum t.d. þægilegt að lesa [þessa grein](http://dev7.wds.is/at.php?i=15&b=5,140&expand=1)?

Ég tók mig til og breytti aðeins til í CSS skjalinu og býð nú algerlega ókeypis uppá nýtt útlit á pólitík.is:

[FYRIR](http://dev7.wds.is/at.php?i=15&b=5,140&expand=1)
[EFTIR breytingar EÖE](https://www.eoe.is/politik_redesign)

Er þetta ekki betra svona? Eða er þetta kannski bara í hausnum á mér?

(Á meðan að ég var að grúska í þessu rifjaðist það upp fyrir mér hversu æðislegur diskur [David Byrne](http://www.amazon.com/gp/product/B000002MPU/ref=pd_sim_m_6/102-4225515-7330518?%5Fencoding=UTF8&v=glance&n=5174) með David Byrne er. Já, Byrne er snillingur!)