12 kíló af hassi

Það er margt í þessum heimi, sem ég skil ekki.

Til dæmis það af hverju að [Íslendingur reynir að fljúga frá Amsterdam til Sao Paolo í Brasilíu](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1219462) með 12 kíló af hassi í farangrinum! Af hverju reyna menn að smygla hassi með flugi? Og það til Brasilíu, sem á landamæri að Bólivíu, Kólumbíu, Venezuela, Perú og fleiri löndum þar sem framboð á þessu efni er ansi gott. Þetta er ótrúlega magnað.