Myndbönd í ræktinni

Á morgnana þegar ég hleyp inní World Class er ég vanalega með iPod í eyrunum. Oft á ég erfitt með að einbeita mér og augun leita á sjónvarpstækin þar sem ekki er nú mikið úrval af sætum stelpum á réttum aldri á þeim tíma, sem ég er þarna rétt fyrir hádegið (þó var smá vonarglæta í morgun, en það er annað mál).

Allavegana, maður byrjar ósjálfrátt að horfa á sjónvarpið þar sem PoppTV er vanalega í gangi.

Til þess að gera þessi langhlaup bærilegri fyrir mig, þá legg ég til við stjórn PoppTV eftirfarandi breytingar:

BANNA ALGERLEGA ÞETTA MYNDBAND MEÐ COLDPLAY!!!

Hafa í staðinn myndbönd með Pussycat Dolls á repeat allan tímann. Sérstaklega myndbönd þar sem [aðalsöngkonan](http://g.jubii.dk/big/Pussycat-Dolls/140816.jpg) er nánast sú eina, sem birtist. Meira af henni, minna af hinum – segi ég! Það má t.d. nota [þetta myndband](http://www.ifilm.com/player?ifilmId=2742081&refsite=7181).

Takk.