Dylan kominn í hús

Í kvöld fór ég í Skífuna á Laugavegi og keypti mér nýjustu Dylan plötuna. Þar með er það ljóst að ég mun ekki hlusta á aðra tónlist næstu vikurnar.

Þetta hef ég verið að hlusta á að undanförnu

**Bruce Springsteen – We shall overcome (The Seeger Sessions)** – Algjörlega æðisleg plata með Springsteen, þar sem hann tekur lög eftir Pete Seeger. Maður tárast, langar til að dansa og allt þar á milli. Klárlega ein af bestu plötum ársins

**Johnny Cash – American V: A Hundred Highways** – síðasta platan í American flokknum með Cash. Virkilega góð.

**Lily Allen – Alright Still**: Besta popp-plata ársins hingað til. Vonandi að JT platan toppi hana. 🙂

**Thom Yorke – The Eraser**.

En núna fá þessar plötur hvíld og Dylan fær að njóta sviðsins. Einhvers staðar las ég að þetta væri fyrsta Dylan platan lengi þar sem maður tæki fyrst eftir tónlistinni og svo textunum. Ég er ekki frá því að tónlistin sé að grípa mig strax við fyrstu hlustun. Sennilega Workingman’s Blues #2 hvað sterkast svona til að byrja með.