What's so funny…?

Ég hef sennilega aldrei talað um aðdáun mína á Elvis Costello hér á þessari síðu. Fyrir einhverjum 10 árum kynnti Eunice vinkona mín mig fyrir honum þegar við sátum saman útá svölum á hótelinu okkar á eyjunni Margarítu og hún spilaði fyrir mig “I want you”. Auðvitað vissi ég hver Costello var, en áður en hún spilaði lagið fyrir mig, þá hafði ég ekki mikið hlustað á hann.

Núna 10 árum síðar er hann einn af mínum uppáhalds-tónlistarmönnum. En ég þekki ansi fáa, sem deila aðdáun minni á honum. Það er auðvitað synd. Ég var ákveðinn í að skella inn lagi með honum og velti því aðeins fyrir mér hvað ég ætti að velja. Í raun komu 3 uppáhaldslögin mín með Costello til greina: “(What’s So Funny ‘Bout) Peace Love & Understanding”, “I Want You” og “Party Girl”.

Ég fann svo á Youtube vídeó í góðum gæðum með “(What’s So Funny ‘Bout) Peace Love & Understanding”. Þar sem það lag er gjörsamlega æðislegt og myndbandið er klassískt Costello moment, þá set ég það hérna inn. Njótið!

Í framhaldinu mæli ég svo með Armed Forces fyrir Costello byrjendur. Hún er algjörlega frábær.