Næsta ríkisstjórn

Samkæmt könnun Fréttablaðsins í morgun, þá myndi þingmannfjöldi flokkanna á Íslandi verða svona ef gengið yrði til kosninga í dag.

Framsókn: 4
Sjálfstæðisflokkur: 25
“Frjálslyndir”: 7
Samfylking: 19
Vinstri-Grænir: 8

Nú hefur Ingibjörg Sólrún sagt að stjórnarandstaðan muni stefna að því að mynda ríkisstjórn ef að stjórnin fellur. Samkvæmt þessari skoðanakönnun er ríkisstjórnin með 29 þingmenn og því fallin. Að mínu mati þarf þó Samfylkingin að tilkynna að forsendur fyrir þessari yfirlýsingu Ingibjarar eru brostnar með þessari stefnubreytingu Frjálslyndra. Samfylkingin á ekkert erindi í ríkisstjórn með Frjálslyndum.

Það er ljóst að vinstri stjórn er ekki lengur möguleiki, ekki einu sinni með þáttöku Framsóknar. Einnig myndi ég telja að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir myndu aldrei mynda stjórn með svona naumum meirihluta.

Það er því að mínu mati aðeins einn ríkisstjórnarmöguleiki, sem kemur til greina – ekki bara fyrir Samfylkinguna, heldur yfir höfuð. Það er ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfsstæðisflokks. Ég sé ekki nokkurn annan möguleika í stöðunni ef að svona fer.