Prófkjör hjá Samfylkingunni í RVK

Jæja, prófkjörið hjá Samfylkingunni í Reykjavík um helgina og ég ætla auðvitað að kjósa – og hvet alla til að gera það sama.

Hérna er minn listi.

1. Ingibjörg Sólrún
2. Össur
3. Jóhanna Sigurðardóttir
4. Ágúst Ólafur
5. Kristrún Heimisdóttir
6. Helgi Hjörvar
7. Steinunn Valdís
8. Ellert B. Schram

Ég vann með þeim Ellert og Kristrúnu í framtíðarhópi Samfylkingarinnar og hef mikið álit á þeim báðum og tel að þau styrki listann umtalsvert. Auk þeirra tveggja tel ég að Steinunn Valdís sé frábær kostur í stað þeirra þingmanna, sem nú sitja fyrir Samfylkinguna og eru ekki á mínum lista.

Þetta er að mínu mati verulega sterkur listi.