Afmæli

Við á Serrano ætlum að fagna 4 ára afmælinu okkar á laugardaginn. Ég veit að eitthvað af fyrrverandi starfsfólki Serrano les þetta blogg og við ætlum einmitt að bjóða fyrrverandi starfsfólki á afmælið. Þannig að ef þú hefur unnið á Serrano og…

1. Varst ekki rekinn útaf því að þú sagðir okkur að amma þín væri dáin, þrátt fyrir að hún væri á lífi… eða
2. Sagðir ekki upp með sms skeyti fimm mínútum fyrir vakt… eða …
3. Hefur ekki kallað mig meira en fimm vondum nöfnum eftir að þú hættir…

…þá endilega hafðu samband við mig á einarorn@gmail.com og ég segi þér allt um það hvenær og hvar á að mæta.

Við viljum endilega sjá sem flesta! 🙂