Ég á Mæspeis

Af því að ég er svo hipp og kúl og móðins og allt það, þá setti ég upp [Myspace](http://www.myspace.com/einaro) síðu einhvern tímann síðasta sumar. Eyddi um hálftíma í það verkefni, fattaði ekki hvað var svona spennó við þetta og gafst upp.

Þangað til að í síðustu viku hafði ég ekkert að gera og ákvað að setja eitthvað inná þessa blessuðu síðu. Þannig að hún núna uppfærð og þú getur m.a. hlustað á uppáhaldslagið mitt í dag á prófílnum mínum.

Ógisslega spennó, ekki satt?

Allir aðrir sem ég skoða eiga svona 3-400 vini. Ég á hins vegar 13, sem er ekkert sérstaklega merkilegur árangur. Ég stefni kannski ekki alveg á 300, þar sem ég held að ég geti ekki munað fleiri nöfn en svona 50.

En allavegna, hér eftir verð ég þekktur sem [Myspace.com/**einaro**](http://www.myspace.com/einaro). Mun ég því ekki svara öðrum nöfnum.