Tobias Funke!

Ég er byrjaður að horfa á þriðju og síðustu seríu af Arrested Development. Hafði beðið lengi með að horfa á þriðju seríuna. Suma hluti tengir maður ákveðnum aðilum og það er því furðulegt að upplifa þá undir öðrum kringumstæðum.

Allavegana, ég er byrjaður að horfa á 3. seríuna og ég lýsi því hér með að Tobias Funke er einn fyndnasti karakter í sögu sjónvarpsþátta.

Arrested-David-Cross6.jpg

Þetta er úr síðasta þætti sem ég horfði á:

>**Michael**: They’ve got one guy who won’t be talking. That is, unless there’s a hand inside of him.

>**Tobias**: Oh, please Michael, even then I wouldn’t say anything.

Þetta er eflaust ekki fyndið fyrir þá, sem hafa ekki horft á þættina, en ég kafnaði næstum því úr hlátri. Arrested Development eru **æðislegir** þættir. Gob og Tobias eru mestu snillingar í heimi!