My Humps

Fólkinu, sem stóð fyrir flugeldasýningu í Vesturbænum til klukkan 5 í nótt verður ekki boðið í afmælið mitt.


Þetta stórkostlega myndband hér að neðan tók ég í rútuferð til Phnom Penh í Kambódíu. Í þessari ferð var bílstjórinn svo vingjarnlegur að spila fyrir okkur non-stop karókí myndband með nokkrum kambódískum slögurum.

Svo að allir gætu komist í rétta stemningu var svo hljóðið stillt í hámark.

Mér fannst ég kannst við eitt lagið og ákvað að taka upp stutt myndskeið. Rútan er á hræðilegum veg, þannig að myndatakan er ekki mjög góð. En hljóðið skiptir öllu máli.

Þetta lag er náttúrulega algjör klassík!!!