Ó vei, nördaskapur!

Ég verð að játa það á mig að ég breytist í mesta nörd í heimi í kringum MacWorld þar sem [Apple](http://www.apple.com) tilkynnir um nýjar vörur. Klukkan 17 í dag stígur Steve Jobs á svið og segir okkur Apple aðdáendum hvað við hreinlega **VERÐUM** að eignast á næstu vikum.

Það er varla til sá hlutur, sem Apple framleiðir, sem ég væri ekki til í að eiga. Núna á ég tvær Apple tölvur (iMac og nýja og yndislega Macbook Pro) og tvo iPod-a (Nano og 60gb photo). Flestir [búast við því](http://daringfireball.net/2007/01/macworld_expo_predictions) að Apple muni í dag kynna nýjan Apple GSM síma (Wall Street Journal segir m.a. frá því) sem þýðir að tveggja ára Samsung síminn minn mun sennilega lenda í einhverju hræðilegu slysi á næstu dögum, sem hreinlega **neyðir mig** til að kaupa mér nýjan síma!

Ó, ég er spenntur!