Þunglyndi

Í gærkvöldi lét ég í fyrsta skipti í langan tíma fótboltaleik eyðileggja algjörlega fyrir mér kvöldið. Ég var svo dapur yfir úrslitunum að ég fór að sofa leiður og vaknaði í morgun í vondu skapi. Ég er enn að láta úrslitin hafa áhrif á mig.

Þetta er rosalegt. Mér leið í morgun einsog eitthvað stórt hefði gerst í mínu lífi og ég var svo dapur þegar ég vaknaði að ég var sannfærður um að eitthvað svakalegt hefði komið fyrir. En allt var þetta útaf fótbolta. Ef ég hefði ekki þurft að fara á fund, þá hefði ég ábyggilega farið að sofa aftur.

Úff.