PC

Í dag fór Apple notandinn ég í verslunarferð til að kaupa ódýra PC tölvu fyrir nýja Serrano staðinn. Það var átakanleg lífsreynsla. Hvað það er sem fær fólk til að kaupa PC tölvu í stað Apple er hreinlega ofar mínum skilningi.

Í sumar eyddi ég ótal kvöldstundum í að sannfæra stelpu um að kaupa Apple og var ég sannfærður um að mér hefði tekist það. Þegar að kom að því að kaupa tölvu, þá endaði hún á að kaupa sér PC. Ég hef ekki enn fyrirgefið henni það. Eftir mánuð skrifaði hún mér í örvæntingu að tölvan sín væri strax að deyja.

Flestar tölvurnar í búðunum, sem ég heimsótti í dag, voru risastórir turnar, sem henta víst vel í tölvuleiki. Þetta voru ljót skrímsli, sem er óskiljanlegt að fólk kaupi sér þegar það hefur möguleikann á að kaupa sér [svona fallegar tölvur](http://www.apple.com/imac/).

Æ, en ég tilheyri víst bara 4,7% hópi sem skilur ekki hin 95,3%-in. Þetta er skrýtinn heimur.

Já, og mig langar í [svona síma](http://www.gsmarena.com/lg_ke850_prada_goes_official-news-246.php) – og nei, þetta er ekki iPhone.