EJ

Ég er ennþá að baksa við að komast yfir þá staðreynd að fyrsta frétt í fréttatíma Stöðvar 2 áðan var um það að Elton John væri að spila í afmæli hjá forstjóra Samskipa.

**HVERJUM ER EKKI SAMA?**

Ég næ ekki almennilega þessum auðmannafréttum, sem stanslaust dynja á okkur. Hvað varðar okkur um það hvort að Elton John eða Duran Duran séu að spila í einkapartýjum hjá ríkum Íslendingum? Á þetta að ala á öfund hjá okkur sem var ekki boðið eða hvað? Eiga fréttir ekki að snúast um eitthvað sem okkur varðar? Af hverju eru slúðurfréttir komnar inní alvöru fréttatíma? Er ekki nóg að lesa um þetta í Séð & Heyrt?

Þessu laugardagskvöldi ætla ég að eyða í leti, sem sætir tíðindum miðað við dagskrá undanfarinna helga. Sem minnir mig á að ég þarf eftir einhverjum leiðum að redda mér VIP korti á Vegamótum. Um síðustu helgi eyddi ég næstum því klukkutíma (eða mér fannst það allavegana vera nærri klukkutími) í biðröð þar fyrir utan og var sú bið farinn að hafa veruleg áhrif á líkamshita minn, enda ég bara í þunnum leðurjakka.

Ég er búinn að stunda þennan stað í fokking 5 ár, borða þarna oft í mánuði og enda þarna alltaf þegar ég djamma.

*For The Widows In Paradise, For The Fatherless In Ypsilanti* með Sufjan er æðislegt lag. Já, og ég [drap Flappie](http://www.flickr.com/photos/einarorn/362903651/).