Tveir dagar í opnun


Þetta er hvorki meira né minna en fyrsta myndin, sem er tekin af mér og Emil fyrir framan Serrano stað. Við höfum rekið Serrano í 4 ár án þess að láta taka af okkur mynd saman.

En hérna er hún allavegana komin – við fyrir framan afgreiðsluna á nýjum Serrano stað á Hringbraut. Staðurinn mun opna klukkan 10 á laugardaginn.

Það er búið að vera rosalega gaman hjá mér að undanförnu við að klára mál tengdum staðnum. Í dag gerðist ansi mikið og útlitið að staðnum tók virkilega að mótast. Á morgun, fimmtudag munum við klára að stilla upp tækjum og svo er planið að taka prufu keyrslu á eldhúsinu á föstudaginn og opna á laugardaginn.

Við munum opna með 2 fyrir 1 tilboði á burrito og quesadilla bæði laugardag og sunnudag. Tilboðið gildir bara á Hringbraut og ég hvet auðvitað alla til að koma.

🙂