Super Bowl XLI (uppfært kl 2.45)

Og allir saman nú:

Let’s go Bears! Let’s go Bears!

[Löng nótt](http://chicagosports.chicagotribune.com/sports/football/bears/cs-070203piersonspecial,1,7569200.story?coll=cs-home-headlines) framundan.

**Uppfært í hálfleik kl 00.58**: Staðan er 19-14 fyrir Indianapoli. Nei, fokking A – Vinatieri klikkaði!!! Staðan er 16-14. Ja hérna.

Sko, ef ég væri í partíi – þá væri ég búinn að finna uppá þeim drykkjuleik að maður ætti að drekka í hvert skipti sem að lýsandinn á Sýn segir að Chicago sé lélegt í einhverju. Ef ég hefði leikið þann leik hefði ég drepist í þriðja leikhluta í síðasta leik og væri sennilega ekki í formi til að skrifa þessi orð núna.

Ég spái því að Rex eigi eftir að gera eitthvað stórkostlegt í seinni hálfleik og að hann tryggi Bears sigurinn. Þið lásuð það hér fyrst. Vinatieri klikkar, Grossman hetjan. Jammmmmm…

Já, svo getur maður horft á [bandarísku Super Bowl auglýsingarnar hér](http://www.myspace.com/superspots).

**Uppfært 01:17** Fínt að nota hálfleikinn í að kíkja á auglýsingarnar. Þessar eru bestar að mínu mati:

Wedding Auction

Snickers Kiss

Bud Light Slap

**Uppfært (2:04)**: Úfff, ég er orðinn verulega þreyttur – Bears undir og maturinn í húsinu að verða búinn. Gróf upp einhverja örbylgju-súkkulaðiköku sem fyrrverandi kærastan mín keypti síðasta sumar. Hún var ekki góð (kakan það er).

Kakan var samt betri en þessi lýsandi á Sýn. Mér skilst á honum að Rex Grossman sé ekki góður leikstjórnandi!!! Ef hann myndi ekki minna á það á 10 sekúndna fresti þá myndi ég sennilega gleyma því.

**KOMA SVO!!!**

**Uppfært 2.44**: Jæja, staðan 29-17 og Colts með boltann og fimm mínútur eftir. Ég er farinn að sofa.

Andskotinn!

Jæja, ég verð þá bara að treysta því að Cubs og Bulls verði meistarar.