Endurhönnun

Times hafa [endurhannað vefinn sinn](http://timesonline.co.uk/tol/news/) og forsíðan er nákvæmlega dæmi um forsíðu sem ég vil sjá á fréttavefjum. Þarna eru stóru málin aðskilin frá litlu málunum, en ekki bara nýjustu fréttirnar settar efst einsog íslensku fréttavefirnir virðast alltaf gera.

Samt sem áður finnst mér enn [ESPN](http://espn.go.com/) vera best hannaði (íþrótta)fréttavefurinn. Þeirri síðu tekst að vera ótrúlega smekkleg en á sama tíma tekst henni að gera stóru atburðina risastóra án þess að það sé þó úr samræmi við annað efni.

Efsta fréttin á MBL.is er um hjúkrunarkonu frá Kírgístan. Væri ekki nær að efsta fréttin væri um stóru málefnin og að svona smærri fréttum væri komið fyrir á skynsamlegum stað einsog hjá Times, NY Times og BBC?