Ömurlegheit

Ég er með stíflað nef og kvef.
Af því leiðir að ég er með hræðilegan hausverk
Og augun á mér eru þurr.
Og rauð og sjúskuð.
Og íbúðin mín er skítug
Og to do listinn minn í vinnunni er komin yfir heila blaðsíðu og stækkaði í dag þrátt fyrir að ég hafi verið á fullu.
Og mér leiðist.
Og ég nenni ekki að taka til,
en verð eiginlega samt að gera það í dag
Oooooooooooo

There, I said it…

Það hefur áður verið [skjalfest hér](https://www.eoe.is/gamalt/2003/07/10/22.27.06/) að ég tek veikindum ekkert alltof vel. Ég fer niður í alveg ömurlega sjálfsvorkunn og gleymi öllu því góða og sannfærist um að allt sé ömurlegt.

En þessi veikindi eru allavegana ekkert miðað við hin stórkostlegu [ömuglegheit sem ég upplifið í síðustu veikindum](https://www.eoe.is/gamalt/2006/09/30/7.45.21/). Sjitt hvað það var leiðinlegt. Og vá hvað þessi færsla er leiðinleg. Góðar stundir.