Í dag

Áðan var ég í Melabúðinni þegar ég sá fyrrverandi kærustu mína framan á Séð & Heyrt (nei, ekki Sirrí!) og ákvað að kaupa blaðið í fyrsta skipti í langan tíma. Þegar ég kom heim las ég blaðið. Sú athöfn tók fjórar og hálfa mínútu.

Ég hef reyndar sett fram þá kenningu að Séð & Heyrt stefni að því að hafa myndir af sem flestum í hverju blaði svo að fólkið á myndunum og ættingjar þeirra kaupi sér eintak. Þetta virkaði allavegana í þessu tilfelli.

Svo tók ég inn Ibufen og horfði á Children of Men, sem er að mínu mati ekki jafn æðisleg og margir hafa haldið fram.

Svo tók ég meira til og vann smá líka áður en ég ákvað að slökkva á email forritinu mínu þar sem ég vildi ekki fá meira vinnutengt inná mitt borð. Því næst tók ég til við að skoða nær allar myndasíður hjá flestum MySpace kontöktunum mínum. Það var fróðlegt.

Ég ætla ekki að vera veikur á morgun!

KOMA SVO, ónæmiskerfi – do your thing!