Verkir

Í vikunni byrjaði ég að lyfta aftur eftir að hafa einbeitt mér að hlaupum í ræktinni að undanförnu. Afleiðingar þess eru einhverjar fáránlegustu harðsperrur sem ég hef fengið.

Einnig hef ég farið tvisvar í fótbolta í vikunni og uppskorið tvær kúlur. Svona til að skjalfesta þetta, þá [bjó ég til þessa mynd](http://www.flickr.com/photos/einarorn/391373333/).

🙂