(Barna)klám

Ég nenni varla að blanda mér í umræðuna um þessa blessuðu klámráðstefnu. En þetta finnst mér [fullkomlega fáránlegt](http://www.visir.is/article/20070216/FRETTIR01/70216077) af borgarstjóra okkar:

>Borgarstjóri hefur óskað eftir að lögregla rannsaki hvort þátttakendur á klámráðstefnu kunni að vera framleiðendur barnakláms, eða annars ólögmæts klámefnis

Er þetta framtíðin? Á að kanna aðra ráðstefnuhópa líka? Það gætu reynst morðingjar á ráðstefnu sportveiðifélagsins. Hvað með næstu NATO ráðstefnu? Ætlar borgarstjóri að láta rannsaka hvort að ráðstefnugestir þar hafi eitthvað á samviskunni? En næsta friðar-ráðstefna? Þar gætu leynst hryðjuverkamenn. Eigum við ekki bara að skoða alla sem hingað koma?

Skemmtilegar nornaveiðar í boði hins [fjölskylduvæna](https://www.eoe.is/gamalt/2007/01/06/14.21.04/) borgarstjóra.

While we’re on the subject, finnst engum nema mér skrýtið að hægt sé að kalla klám með 15 ára stelpu barnaklám og klám með 5 ára stelpu líka barnaklám? Eða að flokka barnaníðinga í sama flokk sama hvort þeir leiti á 5 ára krakka eða 15 ára?