Meira um klám

Á Deiglunni er [góð grein um þessa fáránlegu klám hysteríu](http://www.deiglan.com/index.php?itemid=10950) sem að siðprúðu fólki hefur tekist að peppa landsmenn og þá sérstaklega yfirvöld uppí síðustu daga.

Svo ég vitni aðeins í greinina:

>Hver eru grundvallargildi íslensks samfélags? Hvers vegna vill fólk búa hér? Ég held að fáir mundu svara þeirri spurningu með orðunum “út af því að klám er bannað” eða “út af því að Íslendingar eru svona rosalega þéttir siðferðislega séð”. Sjálfum þykir mér vænst um frelsið, aðrir mundi eflaust nefna jöfnuð eða velferðarkerfið, en ég held að enginn mundi í alvörunni vilja monta sig af því helsti kosturinn við landið þeirra væri að “þar væru stjórnmálamenn voða duglegir að gera fólki sem hafði öðruvísi skoðanir en meirihlutinn lífið leitt”.

>Auðvitað eiga menn rétt á því að vera á móti klámi eins og hverju öðru. En menn ættu ekki að krefjast þess ofbeldi ríkisvaldsins verði beitt í þeirri baráttu með því að fangelsa eða gera brottræka úr landi þá sem eru á öndverðum meiði. Og auðvitað ætti hið opinbera ekki að verða við slíkum beiðnum. Stjórnmálamenn í rótgrónu lýðræðisríki verða að þola það að einn og einn kunni að gista í hótelum landsins á nokkurra ára fresti.

Nákvæmlega!