Netlögga

Ég trúi því varla að fólk sé að tapa sér yfir ummælum Steingríms J. um að hann vilji stofna netlöggu til að fylgjast með netumferð landsmanna. Ég meina, það er ekki fræðilegur möguleiki á að honum hafi verið alvara með þessu? Er það nokkuð? Ha? Þetta er svo vitlaus hugmynd að það er nánast ólýsanlegt.