RSS

[NetNewsWire](http://www.newsgator.com/NGOLProduct.aspx?ProdID=NetNewsWire) er sniðugt forrit sem ég nota gríðarlega mikið á Makkanum mínum. Þetta forrit tekur RSS skrár á öllum þeim bloggum sem ég skoða og gefur mér lista yfir þau blogg sem búið er að uppfæra.

Þetta forrit er einnig þannig gert að ef að fólk breytir færslu á blogginu sínu eftir að upphaflega færslan er birt, þá geymir forritið allar útgáfur af færslunni. Oftast eru þetta bara smá stafsetningarbreytingar, en í tilfelli bloggsins hennar Jónínu Ben þá verður þetta [stórskemmtilegt](http://joninaben.blog.is/blog/joninaben/entry/134029/).