VG og ESB

Af vef [Samfylkingarinnar á Akureyri](http://web.hexia.net/roller/page/akureyri/Weblog/samstiga_um_stodnun_og_einangrun) þar sem fjallað er um þá mögnuðu stórfrétt að VG og xD hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um að vera á móti ESB aðild Íslands:

>Nú virðast þessir flokkar á ysta kanti íslenskra stjórnmála vera að ná saman um einangrun landsins til framtíðar. Það er alvarlegt umhugsunarefni. Tæplega þrjátíu þjóðir í Evrópu hafa nú sameinast í ESB og fleiri vilja komast inn. Það er aðeins tímaspursmál hvenær Noregur sækir um inngöngu þó svo staða þeirra sem vellauðugrar þjóðar sé allt önnur en okkar.

>Það er því þessi staðreynd sem blasir við. VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa náð saman um einangrun landsins til framtíðar þó svo ég trúi því að það sé á ólíkum forsendum. Sjálfstæðismenn af því pólitískt ofurvald flokksins á þjóðfélagið mundi rýrna en VG bara af því eru þröngsýnn og óraunsær sócalistaflokkur með torfkofavinkil á Íslenskt samfélag.

Þetta minnir mig á spurningu, sem ég hef ennþá ekki fengið svar við: “Af hverju eru Vinstri Grænir á móti inngöngu í ESB?”

Ég skil af hverju xD eru á móti (þeim finnst (oft af furðulegum ástæðum) þetta vera sósíalistabákn) en ekki af hverju Vinstri Grænir eru á móti. Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?