Dúdúrúmmmm

Jæja, þá getum við þakkað Vinstri Grænum fyrir það að [við munum ekki geta keypt áfengi í matvörubúðum](http://www.visir.is/article/20070318/FRETTIR01/70318075). Alveg get ég ekki skilið af hverju þetta er svona mikið mál.

* * *

Á föstudagksvöld inná Boston (sem er skemmtistaður á Laugavegi fyrir þá sem fara ekki oft á djammið) hitti ég strák sem ég kannaðist við og heilsaði. Þennan strák þekki ég einungis vegna þess að hann er á rosalega mörgum myndum á [blogginu hennar Katrínar](http://www.katrin.is). Það þykir mér fyndið.

Annars er Boston fínn staður – kemst sennilega einna næst því að líkjast heimapartýi og hægt er að komast. Einsog partý með bar í stofunni og dálítið meira af ókunnugu fólki en vanalega. Annars afrekaði ég það að fara á djammið án þess að kíkja inná Vegamót (Apótek – Kúltúra – Boston – Kúltúra). Það er visst afrek.

Fór líka á upptöku af X-Factor (ekki spyrja mig af hverju). Ég sé að ég hef ekki misst af miklu þar sem ég er ekki áskrifandi að Stöð 2. Þetta er allavegana ekki fyrir mig. Best að segja ekki meira en það.

* * *

Í dag horfði ég á [leiðinlegasta fótboltaleik ársins](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/03/18/15.24.07/).