Grand Canyon, Guacamole og George Foreman

Í útvarpinu hljómar nú auglýsing frá Fljótt & Gott hjá BSÍ, sem eru nágrannar okkar á Serrano Hringbrauti. Auglýsingin inniheldur meðal annars þessa línu:

“Ekkert guacamole kjaftæði”

Ég segi bara “I’m flattered!”

*(Uppfært: Samkvæmt Svansson er þetta lína úr Mýrinni)*

* * *

Í kvöld eldaði ég SILUNG! Mamma myndi tárast af gleði.

* * *

Í tengdum fréttum: Í síðustu viku keypti ég mér George Foreman grill. Dan vinur minn átti engin lýsingarorð til að lýsa snilli þess tækis. Hann átti aðeins tvö eldhústæki, ískáp fullan af Bud Light og frosnum kjúklingabringum og svo George Foreman grill til að hita frosnar kjúklingabringur.

* * *

Fyrir þrem árum var [ég í Grand Canyon í Arizona](http://flickr.com/photos/einarorn/227609762/in/set-72157594249029507/), sem er meðal allra merkustu staða, sem ég hef komið á á ævinni. Þrem árum áður var ég ásamt fyrrverandi kærustu í Toronto þar sem við fórum upp í CN turninn, sem er hæsta frístandandi bygging í heimi. Í þeirri byggingu er [glergólf](http://en.wikipedia.org/wiki/Image:VIEW_FROM_CN_TOWER..JPG), sem ég hef afrekað að standa á. Það er ein svakalegast lífsreynsla ævi minnar því að 2 sekúndur á því gólfi ullu einhverri svakalegustu lofthræðslu, sem ég hef upplifað á ævinni. CN turninn er 553 metrar hár, en glergólfið er í 342 metra hæð.

Núna er búið að byggja göngubrú útá Grand Canyon (sjá [grein](http://www.constructionequipmentguide.com/story.asp?story=7998&headline=Grand%20Canyon%20Skywalk%20To%20Pooy%20Highest%20Structure)). Sú glerbygging er í **1219 metra hæð**. Semsagt 4 sinnum hærra en CN turninn (sjá samanburð við margar háar byggingar [hér](http://newsimg.bbc.co.uk/media/images/42708000/gif/_42708593_grand_canyon_4_416.gif)).

Fólk sem hættir sér útá þessa göngubrú er [hetjur](http://flickr.com/photos/babybluebbw/428815062/).