Opið á Serrano

Af gefnu tilefni vil ég auglýsa það hér með að Serrano á Hringbraut verður opinn alla páskana. Öll ESSO stöðin verður opin alla dagana, það er ESSO, Subway og Serrano. Tilvalið fyrir þá, sem eru í bænum og nenna ekki að elda. Semsagt, tilvalið fyrir fólk einsog mig!

Annars er ég akkúrat núna í einhverjum stórkostlegustu páska hreingerningum allra tíma. Er búinn að henda þvílíkt af drasli útúr íbúðinni og er núna bara að bíða eftir pabba, þar sem ég kem engu dóti í Nissan Almeru drusluna mína. Íbúðin mín er í rúst! Engu verður hlíft.