99 vinir

Jæja, allt að gerast í þessum MySpace heimi. Ég er núna kominn með [99 vini á MySpace](http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=77574207). Spennan er því nánast óbærileg fyrir því hver verður 100. vinur minn!

Hingað til hafa þrír þýskir DJ-ar beðið um að vera vinur númer 100, en ég hef hafnað þeim án þess að blikka augunum. Er enn að gæla við þá hugmynd að einhver dökkhærð þokkadís spretti inní líf mitt með vinaboði og breyti lífi mínu algjörlega.

Ef ekki, þá verð ég sennilega bara að sætta mig við [DJ Bobo](http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=168445743).