KR-Karfan

Ég tek tilbaka allt slæmt, sem ég hef sagt um íslenskan körfubolta. Það er kannski ekki mjög skemmtilegt að horfa á lið af Suðurnersjunum spila – en þegar lið, sem ég hef taugar til, er að spila – þá verður þetta frábær skemmtun.

Ég er ekki frá því að ég hafi haft meiri áhuga á þessu úrslitaeinvígi í körfuboltanum heldur en ég hef haft á handboltaleikjum á Íslandi í mörg ár. Það að úrslitakeppnin í handboltanum hafi verið lögð niður er náttúrulega eitt magnaðasta klúður seinni ára.

En allavegana, þetta var frábært hjá Vesturbæjarstórveldinu. 🙂