Bulls og frétt ársins

Veit einhver hvar ég get séð leiki Chicago og Miami í úrslitum NBA? Samkvæmt Sýn þá byrjar úrslitakeppnin í dag þrátt fyrir að ég geti svarið fyrir það að Chicago Bulls unnu Miami í úrslitakeppninni [í gær](http://sports.espn.go.com/nba/dailydime?page=dailydime-070422). Af hverju í ósköpunum var sá leikur ekki sýndur á Sýn? Efast einhver um að Chicago Bulls eru vinsælasta NBA liðið á Íslandi?

* * *

Tilbúin frétt ársins var í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld: Íbúar vilja ekki flugvöll í sitt hverfi!!!

Þar var tekið viðtal við íbúa í Grafahrolti og þeir spurðir hvort þeir vildu fá flugvöll í nágrennið. Ótrúlegt en satt, þá voru margir á móti því! Ja hérna!

* * *

Svo fær fréttastofa Stöðvar 2 hrós dagsins fyrir að tefla fram fréttamanni, sem kann að bera fram frönsk mannanöfn.