Net-drasl

Af einhverjum ástæðum þá get ég vafrað um allar síður heimsins nema eoe.is heima hjá mér. Það er ansi slæmt og því hef ég hvorki geta lagað útlit né sett neitt inn um helgina. Það er ekki fyrr en núna að ég er mættur á Kaffitár á mánudagsmorgni að ég get bloggað.

En þar sem ég er hérna mættur til að vinna, þá læt ég það nægja að setja inn þetta myndband. Vonandi að þeir hjá Hive lagi svo þetta mál, svo ég geti byrjað að sinna síðunni þar sem ég er komin með nett blogg-fráhvarfseinkenni eftir síðustu daga. Ég er ekki einu sinni búinn að segja ykkur hvaða stjórnmálaflokk ég ætla að kjósa.

En allavegana, hérna er myndbandið