Mánudagskvöld

Þetta er svokallað punktablogg

  • Í kvöld tókst mér að sturta í mig hálfri dós af lífrænu jógúrti áður en bragðlaukarnir mínir áttuðu sig á að eitthvað var grunsamlegt við bragðið. Við nánari skoðun kom í ljós að þessi ágæta jógúrt rann út fyrir rúmum þrem vikum. Núna hefði verið gott að búa með síðasta-söludags-stimpla-fasista á heimilinu.
  • Mig langar að skrifa um helgina og djammið, sem ég var á. Við sögu koma samskipti á milli nágranna, Barinn, Vegamót, Prikið, Ben Folds, Q-tip og fleira. En ég veit ekki hvernig ég get gert þá færslu áhugaverða.
  • Og kannski blanda ég inní þá færslu pælingum mínum varðandi sambönd, sem ég var byrjaður á í síðustu viku.
  • Mæli með þessum pistli frá Jensa.
  • Ég verð að koma því líka að að Jóhanna Sigurðardóttir er snillingur. Hún hefði mátt vera meira áberandi í þessari kosningabaráttu og Helgi Hjörvar líka.
  • Nýja Modest Mouse platan er afbragðs góð. Sérstaklega byrjar hún stórkostlega. Tvö fyrstu lögin eru algjörar andstæður, en passa samt svo rosalega vel saman. Dashboard er lag ársins hingað til.
  • Eru menn ekkert að djóka með það hversu mikið drasl Lost þátturinn í kvöld var? Ha?
  • Ég verð að játa það að ég fatta ekki af hverju vinsælasta blogg landsins er vinsælasta blogg landsins. En ég fatta heldur ekki Spaugstofuna, né skil ég af hverju 40% kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða af hverju fólk vill breyta Reykjavík í bandaríska bílaborg, eða hverjir kaupa plöturnar á listanum yfir 30 mest seldu plöturnar í fyrra. Kannski skil ég einfaldlega ekki þessa þjóð.